Innlent

Vísir næststærstur - kippt fyrirvaralaust út úr samræmdri mælingu

Vísir.is er nú næststærsta vefsvæði landsins,samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Gildir þar einu hvort miðað er við notendur, innlit eða fjölda flettinga. Rúmlega 128 þúsund notendur heimsóttu Vísi í liðinni viku, lítið eitt færri en í vikunni þar á undan sem var metvika. Modernus sem annast vefmælinguna, kippti einhverra hluta vegna Vísi út úr lista sem birtur er vikulega yfir aðsókn stærstu vefja landsins. Listinn er birtur á hverjum mánudegi um hádegisbil og hafa hvorki tilkynning né skýringar borist frá Modernus um hverju þetta sætir. Vísir sér því ástæðu til að birta tölur sem fengnar eru með samræmdri vefmælingu Modernuss. Í liðinni viku heimsóttu 128.138 notendur Vísi, Innlitin mældust 602.259 og flettingar eða skoðaðar síður á vefnum mældust 5.580.064 í liðinni viku. Vefur Morgunblaðsins er á toppi lista samræmdrar vefmælingar, Vísir er í öðru sæti og hugi er í því þriðja, tölvert á eftir Vísi. Samræmd vefmæling - vika 48 (22.11.2004 - 28.11.2004)Vefur:Notendur:Innlit:Flettingar:1. mbl.is160.6181.137.2495.825.1582. Vísir.is128.138602.2595.580.0643. hugi.is112.988222.4041.289.5784. leit.is93.745388.0661.542.6995. eve-online.com82.902347.6653.736.400 Vísir bíður þess að forráðamenn Modernuss sjái ástæðu til að kynna aðstandendum Vísis hverjar ástæður liggja að baki svo róttækri ákvörðun. Ákvörðun Modernuss sætir furðu og eru fá ef nokkur dæmi um að vef hafi verið kippt út af lista samræmdrar vefmælingar, án þess að viðkomandi hafi að minnsta kosti verið gert viðvart.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×