Innlent

Framsókn of hógvær segir Hjálmar

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, bendir á að fáir taki afstöðu í könnun Fréttablaðsins. "Reynsla okkar framsóknarmanna er að við eigum mikið inni. Flokksmenn eru hógværir og gefa stundum ekki upp afstöðu sína. Ég er samt undrandi á litlu fylgi okkar því við höfum staðið okkur vel. Við erum líklega ekki nógu dugleg að hreykja okkur af afrekum okkar," segir Hjálmar og bendir sérstaklega á lækkun endurgreiðslna námslána og 90% íbúðalán.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×