Innlent

Alfreð vill enn Þórólf

Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, segir fréttir um afskipti Þórólfs Árnasonar borgarstjóra af samráði olíufélaganna engu breyta í mati sínu á því að Þórólfur eigi að taka að sér að verða pólitískur leiðtogi R-listans í næstu sveitarstjórnarkosningum. Hann segir að þær skýringar sem Þórólfur gaf þeim í fyrra á þátttöku sinni í samráði olíufélaganna séu enn fullnægjandi. Ekkert nýtt hafi komið fram nú að undanförnu sem breytir mati hans á því.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×