Innlent

Komst ekki hjá sektinni

Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur. Í ákæru er maðurinn sagður hafa verið á 115 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 60 kílómetra hraði. Þegar hann fékk sektargerð hélt hann því fram að lögreglan hefði mælt hraða annars bíls og haldið að um hans bíl væri að ræða. Hann segist hafa verið í samfloti við félaga sinn og þeir hafi báðir séð svartan bíl á miklum hraða. Dómurinn tók sögu mannanna ekki trúanlega.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×