Innlent

Stal páskaeggi og átti hass

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var nítján ára piltur dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi og sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot. Mál þriðja piltsins var skilið frá þessu máli. Nítján ára pilturinn og sá sextán ára voru ákærðir fyrir innbrot í ellefu bíla þaðan sem þeir stálu ýmsum verðmætum. Sá sextán ára er dæmdur fyrir innbrot í bíl sem hann framdi í félagi við þriðja piltinn. Þá er hann einnig sakfelldur fyrir að stela páskaeggi og að hafa haft tæp gramm af hassi í fórum sínum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×