Innlent

Vínveitingar leyfðar í Egilshöll

Borgarráð samþykkti í dag að veita Sportbitanum í Egilshöll vínveitingaleyfi til reynslu í eitt ár. Þrír borgarráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Einn þeirra, Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, lét bóka að niðurstaða úrskurðarnefndar áfengismála, um að óheimilt væri að synja um vínveitingaleyfi í Egilshöll, væri sérkennileg því hún byggði á þeirri forsendu að rekstrarlegir hagsmunir veitingastaðarins væru mikilvægari en almannahagsmunir barna og ungmenna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×