Innlent

Fólk þyrpist í flensusprautu

Fólk þyrpist þessa dagana í bólusetningu gegn inflúensu. Ekki hefur flensunnar enn orðið vart hér á landi en Haraldur Briem sóttvarnarlæknir telur aðeins spurningu um tíma hvenær hún stingi sér niður. "Ég hef heyrt hjá viðkomandi aðilum, að það væri mikil hreyfing á fólki núna að láta bólusetja sig," sagði Haraldur. Hann sagði frétt þess efnis, að flensubóluefni hefði verið tekið af markaði, hafa sett nokkurt strik í reikninginn. Það bóluefni hefði hins vegar aldrei verið keypt hingað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×