Innlent

Gallað bóluefni ekki notað

Bóluefnið Fluvirin er ekki notað hér á landi, að því er fram kemur hjá Landlæknisembættinu. Umrætt bóluefni hefur verið innkallað af markaði vegna ófullnægjandi aðstæðna í framleiðslu. Samkvæmt upplýsingum Lyfjastofnunar er það ekki á markaði hér fyrir árið 2004. Engin ástæða er því til að hafa áhyggjur af þeim inflúensubóluefnum sem eru í notkun á Íslandi í haust, að því er landlæknisembættið segir.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×