Innlent

Kristinn mætti í frystinn

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sat sinn fyrsta þingflokksfund hjá Framsóknarflokknum í gær eftir að ákveðið var að hann sæti í engum þingnefndum fyrir flokkinn. "Við drukkum saman kaffi og ræddum þau mál sem lágu fyrir," sagði Kristinn H. Gunnarsson og sagðist ekki hafa þótt erfitt að sitja fundinn eftir það sem á undan var gengið. "Kannski var það erfiðara fyrir hina." Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði að þetta hefði að öllu leyti verið hefðbundinn fundur. "Kristinn sat fundinn og tók þátt í umræðum eins og hann er vanur."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×