Innlent

Játaði sök sem burðardýr

Lithái, sem handtekinn var i Leifsstöð í lok ágúst, játaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær tilraun til innflutnings á 297 grömmum af kókaíni. Maðurinn var ákærður sem burðardýr og var mál hans dómtekið í gær. Ákæra var birt manninum í héraðsdómi í gær og málið þingfest. Er gert ráð fyrir að dæmt verði í máli hans eftir um það bil viku. Litháin var að koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn, þegar hann var tekinn. Honum var gert að sæta röntgenskoðun, sem staðfesti að hann var með fíkniefni innvortis. Maðurinn sem er 23 ára er búsettur í Litháen. Hann reyndist vera með um sjötíu kúlur innvortis sem innihéldu kókaínið. Rannsókn lögreglu beindist meðal annars að því hvort og þá hverjir væru í vitorði með manninum hér á landi eða erlendis. Sú rannsójn leiddi ekki til þess að aðrir væru ákærðir, en Litháinn var ákærður sem burðardýr eins og áður sagði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×