Innlent

Endurbæturnar langt fram úr áætlun

Endurbætur á Alþingi eru komnar langt fram úr áætlun. Forseti þingsins óttast að þær séu komnar yfir hundrað milljónir en áætlun gerði ráð fyrir sjötíu og fimm milljóna kostnaði við framkvæmdirnar.  Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kynnti framkvæmdirnar á blaðamannafundi í morgun. Þetta er þriðji og næstsíðasti áfangi framkvæmdanna en í honum voru gólfplötur beggja megin forsalar brotnar upp, skipt um jarðveg og gólfin steypt á ný enda um verulegar rakaskemmdir að ræða. Gert var við jarðskjálftasprungur og gamlar raf- og vatnslagnir fjarlægðar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir en ljóst er að hann fer fram úr áætlun sem var sjötíu og fimm milljónir króna. Halldór Blöndal óttast að hann fari yfir hundrað milljónir. Hann segir of skammt sé frá því að iðnaðarmenn luku störfum til að hægt sé að segja til um kostnaðinn á þessari stundu en það verði birt með haustinu. Hann segir að áætlun hafi ekki gert nægilega ráð fyrir aukaverkum við framkvæmdina en þau hafi reynst umtalsverð. Þá hafi sumarþingið valdið töfum og óhagræði, auk þess sem þá hafi orðið að leggja til bráðabirgðafrágangs svo þing gæti komið saman. Fjórða og síðasta áfanga endurbótanna lýkur á næsta ári.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×