Innlent

Þarf ekki að afsaka skipunina

 Hæstiréttur hafði metið að þrír umsækjendur teldust hæfari til embættisins en Jón Steinar, þau Eiríkur Tómasson, Stefán Már Stefánsson og Hjördís Hákonardóttir. Aðspurður hver rökstuðningur hans væri fyrir því að horfa fram hjá áliti Hæstaréttar, segist Geir hafa ákveðið að leggja til grundvallar reynslu viðkomandi af lögmannsstörfum og málflutningi, þörf sé á því í réttinum. Spurður hvort sú skýring sé ekki afsökun svo skipa megi Jón Steinar segir Geir: "Það þarf ekki að afsaka það fyrir nokkrum manni að Jón Steinar Gunnlaugsson, sem er yfirburðalögfræðingur, skuli taka sæti í Hæstarétti." "Ekki hefur verið skipaður sjálfstætt starfandi lögmaður í Hæstarétt síðan 1990 og sá maður lét af störfum 2001," segir Geir. Jón Steinar sagðist taka embættisveitingunni af auðmýkt. "Ég vona að mér takist að standa undir þeim ríku kröfum sem til embættisins eru gerðar," sagði Jón Steinar. Aðspurður segist hann munu hætta allri þátttöku í opinberri umræðu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×