Innlent

Ósammála skipan hæstaréttardómara

Stjórnarflokkarnir voru ósammála um skipan hæstaréttardómara og segist Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ekki leyna þeirri skoðun sinni að það hefði styrkt Hæstarétt verulega hefði Eiríkur Tómasson verið valinn í embættið. Af viðbrögðum forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins er ljóst að skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig á milli stjórnarflokkanna. Ráðherrann segist telja Jón Steinar hæfan að gegna embættinu, sem sé að sjálfsögðu aðalatriðið. Halldór vill hins vegar ekki leyna því að hann telur að það hefði styrkt Hæstarétt verulega ef maður á borð við Eirík Tómasson hefði komið þar inn. Aðspurður segist hann enga ástæðu hafa til að ætla að þetta hafi verið pólitísk skipan. Halldór segir að málið hafi verið rætt innan forystu stjórnarflokkanna en aðspurður segir hann þetta ekki spurningu um ágreining því valdið sé í höndum dómsmálaráðherra. Hann vill ekki fara nánar út í hverju dómsmálaráðherra svaraði tilmælum framsóknarmanna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×