Innlent

Ákvörðun ráðherra kom ekki á óvart

Eiríkur Tómasson, lagaprófessor og annar af hæfustu umsækjendum um stöðu dómara við Hæstarétt að mati dómara réttarins, segir að skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar komi honum ekki á óvart. Jón Steinar hefur samkvæmt tillögu Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra verið skipaður hæstaréttardómari frá og með 15. október næstkomandi. Eiríkur segir ákvörðunina mjög gagnrýnisverða að því leyti að ráðherrar dómsmála hafi nú tvívegis gengið gegn tillögum Hæstaréttar um hver skuli skipaður dómari við réttinn. Með því telur Eiríkur að verið sé að stefna í hættu sjálfstæði dómstólanna. Eiríkur telur að það stoði lítt að vera með einhvern eftirmála að skipaninni, m.a. með hliðsjón af því hvernig dómsmálaráðherra virti að vettugi álit umboðsmanns Alþingis um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í stöðu Hæstaréttardómara í fyrra. Hann segist hins vegar munu berjast fyrir því að sú aðferð sem viðhöfð sé núna við skipan dómara við Hæstarétt verði breytt, því „ef svona heldur áfram er ekki lengur hægt að tala um að dómstólarnir séu sjálfstæðir og óháðir framkvæmdavaldinu og þar með er Ísland horfið úr hópi réttarríkja,“ segir Eiríkur. Hægt er að hlusta á viðtal við Eirík úr þrjúfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.   


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×