Innlent

Þorgerður áhyggjufull

Verkfall kennara var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. "Þetta mál er á valdi sveitarfélaganna en ráðherrar í ríkisstjórninni létu í ljósi áhyggjur af yfirvofandi verkfalli," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. "Mér finnst það afar slæmt, bæði sem foreldri og ráðherra, ef börnin komast ekki í skóla á mánudaginn. Ég held þó í vonina um að menn leggi sig fram og reyni að ná endum saman nú um helgina en því miður heyrist mér á röddum bæði kennara og sveitarfélaga að útlitið sé dökkt."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×