Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tuttugu og fimm ára gömlum manni sem er grunaður um að hafa veitt öðrum manni alvarlegan áverka með öxi á veitingastað í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins. Samkvæmt úrskurði Hæstarétar skal maðurinn jafnframt sæta tveggja daga einangrunarvistar á meðan á varðhaldinu stendur. Gæsuvarðhaldið skal standa allt til 15. október og er þess vænst að dómur verði genginn í máli hans fyrir þann tíma þannig að afplánun taki við af gæsluvarðhaldinu. Myndin er frá veitingastaðnum A. Hansen þar sem árásin átti sér stað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×