Innlent

Siðanefnd kærir úrskurðinn

Siðanefnd Háskóla Íslands hefur ákveðið að kæra úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í liðinni viku þess efnis að sýslumanni beri að setja lögbann á umfjöllun siðanefndar um bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. Gestur Jónsson, lögmaður siðanefndar, sagði í samtali við fréttastofu að úrskurður Héraðsdóms hefði komið mjög á óvart og að hann yrði líklega kærður til Hæstaréttar í dag. Fjölskylda Halldórs hyggst ennfremur höfða mál fyrir dómstólum vegna bókarinnar, hver sem umfjöllun siðanefndar Háskólans verður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×