Menning

Loksins kejmur Fiestan

Í lok þessa árs mun nýr og sportlegur Ford Fiesta ST koma á götuna. Margir eru eflaust orðnir frekar óþolinmóðir að bíða eftir þessum bíl þar sem hann var kynntur á bílasýningu í Genf í mars á þessu ári. Ljóst er að bíllinn verður búinn tveggja lítra vél sem skilar 150 hestöflum. Til samanburðar er rétt að geta þess að Ford Focus ST skilar 170 hestöflum. Bíllinn verður búinn nýjum stuðara og vélarhlíf að framan og einnig nýju fjöðrunarkerfi. Bíllinn verður einstaklega sportlegur að innan og með þar til gerðum sportsætum. Hann verður búinn sautján tommu álfelgum. Þetta er fyrsti bíllinn sem lítur dagsins ljós frá samstarfshópnum TeamRS. Sá hópur var settur á laggirnar til að skerpa áherslur félagsins á sportlega en alþýðlega bíla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×