Menning

Aukning í bílasölu

Í júlímánuði voru alls seldir 1.227 fólksbílar. Það er aukning um rúmlega ellefu prósent ef litið er til sama mánaðar í fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa 7.636 bílar verið seldir og er söluaukning ársins tæplega nítján prósent. Söluhæsti bíllinn er Skoda Octavia og er þetta í fyrsta sinn sem hann er söluhæstur í einstökum mánuði. Athygli vekur einnig að sala á Skoda hefur aukist um tæplega helming á milli ára. Söluhæsti bíllinn á árinu er Toyota eins og áður með 28,1 prósents hlutdeild. Þar á eftir kemur Volkswagen með tæplega níu prósenta hlutdeild. Volkswagen leiðir hins vegar söluna í vinnubílum með 20,9 prósent hlutdeild og næstum því hundrað prósent aukningu á milli ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×