Bíó og sjónvarp

Skógarverur ógna friðsælu þorpi

The Village, eða Þorpið, er nýjasta kvikmynd leikstjórans M. Night Shymalan sem sló í gegn með draugamyndinni The Sixth Sense.

Myndin fjallar um íbúa í einöngruðu þorpi þar sem allt virðist vera með felldu. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að íbúarnir hræðast mjög þær verur sem búa í skóginum umhverfis þorpið. Þegar Joaquin Phoenix í hlutverki Lucius Hunt dirfist að kíkja inn í skóginn verður ekki aftur snúið og framtíð þorpsins friðsæla er í hættu.

Með önnur helstu hlutverk fara Bryce Dallas Howard, Adrien Brody, sem vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Pianist, William Hurt, Sigourney Weaver og Brendan Gleeson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×