Menning

Alka-Seltzer á Íslandi

Í fyrsta skipti á Íslandi er nú hægt að kaupa þynnkubanann og verkjalyfið fræga Alka-Seltzer sem ferðamenn hafa borið með sér að utan í áratugi. Yfir sextíu ár eru síðan lyfið kom fyrst á markað erlendis en hingað til hefur enginn sóst eftir að markaðssetja lyfið hér á landi fyrr en nú samkvæmt upplýsingum frá lyfjastofnun. Lyfjafyrirtækið PharmaNor hf. fékk markaðsleyfi fyrir lyfinu fyrr á árinu og verður lyfið selt í lausasölu og er ekki lyfseðilsskylt. Lyfið hefur orð á sér fyrir að verka vel á timburmenn og því eflaust margir sem fagna því að nú sé lyfið loksins selt hér á landi. Hægt er að kaupa lyfið í apótekum hér á landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×