Menning

Hagvöxtur í Bretlandi eykst

Hagvöxtur í Bretlandi jókst um tæplega eitt prósent á öðrum ársfjórðungi. Þessi hækkun felur í sér 3,7 prósent hagvöxt ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Ástæðu fyrir þessari uppsveiflu má rekja til mikillar aukningar í smásölu. Síðustu tólf mánuði hefur smásöluverð aukist um rúmlega sjö prósent. Iðnframleiðsla jókst um tæplega eitt prósent á öðrum ársfjórðungi og launaskrið nam um 4,2 prósentum á þessum tíma í kjölfar þess að atvinnuleysi hefur verið í 29 ára lágmarki að undanförnu. Seðlabanki Englands hefur verið duglegur við að hækka stýrivexti sína til að koma til móts við undirliggjandi verðbólguþrýsting. Bankinn hefur hækkað stýrivexta sína um 0,25 prósent alls fjórum sinnum á síðastliðnum níu mánuðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×