Innlent

Stenst enn ekki stjórnarskrá

Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána. Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að framkvæmdin nú sé ekki eins og hann hafi sett hana fram heldur hefði verið eðlilegast að afnema lögin og hefja síðan undirbúning að nýrri löggjöf. Hann hefur efasemdir um þá leið sem ríkisstjórnin valdi að leggja fram sama frumvarpið með tveimur breytingum og efast raunar um að lögin stæðust stjórnarskrána eftir breytingar. Hann segir að það geti farið í bága við tjáningafrelsisákvæðið, eignarréttarákvæðið og atvinnufrelsisákvæðið. Hann segir að þó breytingarnar séu í rétta átt sé hann ekki viss um að það sé fullnægjandi. Að markaðsráðandi fyrirtæki megi nú eiga 10 prósent í stað 5 prósenta í ljósvakamiðli hefyr litla þýðingu að mati Jakobs R. Möller hæstaréttarlögmanns. Það að banna banna tilteknum fyrirtækjum að eiga hlut í fjölmiðlafyrirtæki telur hann ekki standast tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×