Innlent

Sátt um frumvarpið

Ríkisstjórnarfundi lauk nú rétt fyrir klukkan 19. Að sögn formanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er sátt um frumvarpið í ríkisstjórninni. Eitthvað í frumvarpinu mun að líkindum koma á óvart að sögn Davíðs og sagðist hann  m.a. hafa haft samband við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, fyrir nokkrum mínútum til að ræða við hann um frumvarpið. Þingflokksfundir flokkanna eru nýhafnir.  Davíð mætti á ríkisstjórnarfundinn rétt fyrir klukkan 18 með lagafrumvarpið um þjóðaratkvæðagreiðsluna í hendinni. Hvorki hann né Halldór Ásgrímsson vildu tjá sig um atriði frumvarpsins fyrir fundinn. Þeir sögðu þó að niðurstaðan ætti eftir að koma á óvart.  Hægt er horfa á viðtöl sem tekin voru við Davíð og Halldór að loknum ríkisstjórnarfundinum með því að smella á hlekkinn með fréttinni í fréttayfirlitinu. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×