Fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2012 18:34 Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Olía er fundin í lögsögu Íslands og er fyrsti olíufundur í sögu þjóðarinnar nú staðreynd. Tvö olíuleitarfélög, norskt og breskt, hafa staðfest olíufund á Drekasvæðinu í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Sigurði Fáfnisbana, rétt innan við lögsögumörkin við Jan Mayen. Orkustofnun skýrði frá tíðindunum í dag og þar voru menn kátir. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta létta lundina talsvert enda sé nú þessari óvissu eytt og hægt að fara að tala um að þarna sé olía undir. Það sé síðan spurning hvort hún finnist í vinnanlegu magni og þá hvar. Menn viti þó núna að olían er þarna. Í tilkynningu sem olíuleitarfélögin TGS og Volcanic Basin Petroleum Research sendu frá sér segjast þau hafa fundið olíu frá Júratímabilinu í sýnum sem tekin voru á hafsbotni í haust. Það staðfesti að virkt kolvetniskerfi sé á Drekasvæðinu. Fundarstaðurinn er rétt innan við lögsögumörkin milli Íslands og Jan Mayen en á svæði sem Norðmenn eiga fjórðungs nýtingarrétt á. Fyrirtækin voru á leið í olíuleit við Austur-Grænland en ákváðu með litlum fyrirvara að nýta leiðangurinn til sýnatöku í hlíðum neðansjávarfjalls sem nefnt er eftir Drekabananum Sigurði Fáfnisbana. Fjallið veit að Hlésundinu, sem er á milli Völsungahryggs og Niflungahryggs, en þessi eru meðal nýrra örnefna sem nú eru komin á Drekasvæðinu. Hugmyndir um olíu á Drekasvæðinu hafa til þessa verið byggðar á kenningum og talið var að tugmilljarða leit þyrfti fyrst með borpöllum til afla staðfestingar. Það er því lottóvinningur að fá nú ótvíræða vitneskju um olíu við Ísland. Guðni segir þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist en heimildir séu þó um að í gömlum rússneskum rannsóknum hafi fundist leifar af kolvetnum. Guðni segir þó að mjög erfitt hafi verið að fá það staðfest. Olíuleitarútboð Íslands númer 2 stendur nú yfir og þegar umsóknarfrestur rennur út þann 2. apríl kemur í ljós hvort einhverjir sæki um sérleyfi til að fá að leita betur og síðan að vinna olíuna.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira