Enski boltinn

Fyrsti deildasigurinn hjá Ólafi Inga og félögum síðan í júlí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason og félagar.
Ólafur Ingi Skúlason og félagar. Vísir/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem unnu lífsnauðsynlegan en jafnframt óvæntan sigur á Genk í kvöld í belgísku úrvaldeildinni í fótbolta. Zulte-Waregem vann þá 2-0 heimasigur á liði sem var 11 sætum ofar í töflunni.

Zulte-Waregem var ekki búið að vinna deildarleik síðan liðið vann Kortrijk 27. júlí. Zulte-liðið var síðan aðeins búið að fá 4 stig (4 jafntefli) í síðustu tólf deildarleikjum sínum.

Ólafur Ingi spilaði allan leikinn á miðjunni en liðið var ekki búið að halda marki sínu hreinu í síðustu tólf leikjum. Nú gekk hinsvegar allt upp á móti liði Genk sem var í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Bæði mörk Zulte-Waregem komu með tveggja mínútna millibili á lokakafla leiksins. Hinn 18 ára gamli Theo Bongonda skoraði fyrra markið á 72. mínútu en það síðari skoraði Ástralinn James Troisi á 75. mínútu.

Zulte Waregem var í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti og úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×