Sport

Fyrsta suður-afríska konan í 64 ár sem vinnur gull í frjálsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caster Semenya.
Caster Semenya. Vísir/Getty
Caster Semenya frá Suður-Afríku varð í nótt Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó eins og allir bjuggust við fyrir keppni.

Sigur Caster Semenya var mjög öruggur en hún er ein umdeildasti frjálsíþróttamaður heimsins enda var mikið deilt um á sínum tíma hvort að hún væri kona eða karl.

Caster Semenya kom í mark á 1:55,29 mínútum og setti nýtt suður-afrískt met. Hún var meira en sekúndu á undan Francine Niyonsaba frá Búrúndí sem fékk silfrið. Margaret Wambui frá Kenýa náði síðan bronsinu.

Suður-Afríkumenn voru búnir að bíða í 64 ár eftir að kona tæki gull í frjálsum íþróttum en Caster Semenya jafnaði þarna afrek Ester Brand sem vann gull í hástökki á ÓL í Helsinki 1952.

Caster Semenya bætti sig um eitt sæti frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún varð að sætta sig við silfrið á eftir Mariyu Savinovu frá Rússlandi.

Melissa Bishop frá Kanada og Maryna Arzamasava frá Hvíta-Rússlandi sem unnu undanriðilinn sem Aníta Hinriksdóttir var í enduðu í 4. (Bishop) og 7. sæti (Arzamasava). Það nægði ekki Melissa Bishop að setja kanadískt met því hún missti af bronsinu.

Vísir/Getty
Sigurinn var öruggur.Vísir/Getty
VerðlaunahafarnirVísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×