Fyrsta íslenska varan í Harrods Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:30 Hafin var sala á BIOEFFECT húðvörunum í Harrods á mánudag. Mynd/BIOEFFECT Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira