Fyrsta íslenska varan í Harrods Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:30 Hafin var sala á BIOEFFECT húðvörunum í Harrods á mánudag. Mynd/BIOEFFECT Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm. Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm.
Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira