Fyrsta íslenska varan í Harrods Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:30 Hafin var sala á BIOEFFECT húðvörunum í Harrods á mánudag. Mynd/BIOEFFECT Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Sjá meira
Á mánudaginn hóf hin sögulega verslun Harrods í London að selja íslensku húðvörurnar BIOEFFECT. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangasigur. Að því að ég best veit er þetta í fyrsta skipti sem íslenskar vörur eru seldar í Harrods,“ segir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags BIOEFFECT. Harrods er stærsta deildaverslun Evrópu með 330 deildir og nær verslunin yfir samtals 90 þúsund fermetra. Verslunin var stofnuð árið 1834 og hefur verið í sama húsi frá árinu 1849. „Síðustu sex ár frá því að BIOEFFECT kom á markað þá hefur okkur tekist að komast inn í hverja stórverslun, eða deildaverslun, á fætur annarri. Þetta hafa verið flottustu verslanir hvers lands fyrir sig, en að öllum öðrum verslunum ólöstuðum þá er Harrods ein sú flottasta,“ segir Kristinn.Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni móðurfélags. Fréttablaðið/DaníelSölustaðir varanna eru nú yfir þúsund á heimsvísu í þrjátíu löndum. Kristinn segir gríðarlega uppsveiflu í gangi. „Salan okkar á fyrstu sex mánuðum þessa árs er 35 prósentum meiri en hún var á sama tímabili í fyrra." Kristinn telur að rekja megi velgengnina til þess að vörurnar hafi raunverulega virkni sem hægt sé að fylgjast með og að viðskiptavinurinn upplifi því árangur. „ORF líftækni eyddi tíu árum í það að þróa aðferð sem felst í því að framleiða frumuvaka úr byggi, sem hafa einstaka virkni þegar kemur að því að hjálpa frumunum að endurnýja sig. Það að viðskiptavinurinn upplifi árangur er ekki algengt í snyrtivöruheiminum.“ Kristinn segir það ánægjulegt að í Harrods hafi öll vörulínan verið tekin inn og henni verið gert mjög hátt undir höfði. „Þegar við erum í þessu erum við að berjast fyrir hilluplássi, en nú erum við komin í þá stöðu að Harrods úthlutar okkur heilum hilluvegg.“ BIOEFFECT fór nýlega í sölu í Japan, Ítalíu og Sameinuðu furstadæmunum. Að sögn Kristins er Japan einn erfiðasti markaður heims fyrir snyrtivörur en engu að síður hefur vörunni verið tekið gífurlega vel þar og gengur salan vel. Næst á dagskrá er Bandaríkjamarkaður þar sem sala mun hefjast í október. Í dag eru starfsmenn ORF líftækni og dótturfélaga um fjörutíu og fimm.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent