Innlent

Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 0:01

Atli Ísleifsson skrifar
Átta börn komu í heiminn á nýársdag árið 2015. Þau verða líklegast fleiri í ár.
Átta börn komu í heiminn á nýársdag árið 2015. Þau verða líklegast fleiri í ár. Vísir/Vilhelm
„Fyrsta barn ársins kom klukkan 0:01. Við erum komin með fjögur börn og fleiri á leiðinni,“ segir Halla Ósk Halldórsdóttir ljósmóðir.

Halla Ósk segir að það sem af er degi eru komin ein stelpa og þrír strákar á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík.

Hún segir að fyrsta barn ársins hafi komið óvenjulega snemma í ár. „Fyrsta barn ársins 2015 kom skömmu fyrir klukkan fjögur um nótt. Á nýársdag í fyrra fæddust átta börn. Við erum hins vegar með fulla deild núna og fullt á leiðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×