Fótbolti

Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn.

Þá verður einnig kosið til forseta FIFA en Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri. Blatter, sem hefur verið forseti FIFA frá 1998, var ekki á meðal þeirra handteknu.

Á blaðamannafundi í morgun sagði Walter De Gregorio, fjölmiðlatrúi FIFA, að kosningarnar fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir lögreglunnar í nótt.

Meðal hinna handteknu eru:

Jeffrey Webb:

Fimmtugur varaforseti FIFA frá 2012 og forseti CONCACAF (knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku) frá 2012. Frá Cayman Eyjum. Hefur þótt líklegur arftaki Blatters á forsetastóli FIFA.

Eugenio Figueredo:

83 ára gamall frá Úrúgvæ. Varaforseti FIFA. Fyrrverandi forseti COMNEBOL (knattspyrnusambands Suður-Ameríku) og knattspyrnusambands Úrúgvæ.

Eduardo Li:

Forseti knattspyrnusambands Kosta Ríka og stjórnarmaður í FIFA.

Julio Rocha:

Frá Nikaragúa. Þróunarstjóri FIFA og forseti knattspyrnusambands Nikaragúa.

Costas Takkas:

Ráðgjafi forseta CONCACAF.

Rafael Esquivel:

Nefndarmaður í framkvæmdastjórn COMNEBOL og forseti knattspyrnusambands Venesúela.

Jose Maria Marin:

83 ára gamall fyrrverandi forseti brasilíska knattspyrnusambandsins.

Nicolás Leoz:

84 ára gamall frá Paragvæ. Fyrrverandi meðlimur í framkvæmdarstjórn FIFA og fyrrverandi forseti COMNEBOL.

Jack Warner:

72 ára frá Trinidad og Tóbagó. Fyrrverandi varaforseti FIFA og forseti CONCAF. Hætti vegna spillingarmála 2011.


Tengdar fréttir

Forsetakjör FIFA fer fram

Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×