Enski boltinn

Fyrrum stjóri Inter tekur við Watford

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mazzarri er hann stýrði Inter.
Mazzarri er hann stýrði Inter. Vísir/getty
Watford staðfesti rétt í þessu að ítalski knattspyrnustjórinn Walter Mazzarri myndi taka við stjórnartaumunum á Vicerage Road eftir að liðið ákvað að segja upp samningi sínum við Quique Sanchez Flores.

Hinn 54 árs gamli Mazzarri sem hefur áður stýrt liðum á borð við Inter, Napoli og Sampdoria skrifaði undir þriggja ára samning en þetta verður fyrsta starf hans utan Ítalíu.

Sanchez Flores stýrði liði Watford í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili en liðið féll úr leik í undanúrslitum enska bikarsins eftir tap gegn Crystal Palace.

Mazzarri verður áttundi knattspyrnustjóri Watford á síðustu fimm árum og fetar í fótspor landa sinna, Guiseppe Sannino og Gianfranco Zola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×