Erlent

Fyrrum forseti Þýskalands er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Weizsäcker (til vinstri) var forseti á árunum 1984 til 1994.
Weizsäcker (til vinstri) var forseti á árunum 1984 til 1994. Vísir/Getty
Richard von Weizsäcker, fyrrum forseti Þýskalands, er látinn, 94 ára að aldri. Forsetaskrifstofa Þýskalands tilkynnti um þetta í morgun.

Weizsäcker var forseti á árunum 1984 til 1994, fyrst í Vestur-Þýskalandi og síðar í sameinuðu Þýskalandi.

Weizsäcker fæddist í Stuttgart árið 1920 og var sonur baróns. Hann var meðlimur í Kristilegum demókrötum, flokki Angelu Merkel Þýskalandskanslara.

Forsetinn er talinn hafa gegnt mikilvægu hlutverki í uppgjöri þjóðarinnar við nasismann. Árið 1985 kallaði hann 8. maí „dag frelsis“ fyrir Þýskalands þegar þess var minnst að fjörutíu ár voru liðin frá uppgjöf Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×