Innlent

Fundu tíu grömm af amfetamíni

Í gærkvöldi handtók lögreglan á Eskifirði ungan mann í Fjarðabyggð grunaðan um fíkniefnamisferli. Í fórum hans fundust fíkniefni.  Vegna rannsóknar málsins var maðurinn vistaður í fangageymslu í nótt og leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Austurlands í morgun þar sem gerð var karfa um húsleit á heimili mannsins, sem var samþykkt. 

Við leit á heimili mannsins naut lögreglan atbeina fíkniefnaleitarhunds undir stjórn yfirhundaþjálfara Ríkislögreglustjórans.  Um 10 gr. af amfetamíni og lítilræði af Maríhuana fannst við leitina. Maðurinn var eftir frekari yfirheyrslur látinn laus og telst málið upplýst, segir í tilkynningu frá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×