SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Fullyrt ađ Mignolet skrifi undir nýjan fimm ára samning

 
Enski boltinn
10:30 13. JANÚAR 2016
Simon Mignolet.
Simon Mignolet. VÍSIR/GETTY

Belgískur blaðamaður hefur fullyrt að Simon Mignolet hafi komist að samkomulagi við Liverpool um nýjan fimm ára samning við félagið.

Kristof Terreur, blaðamaður Het Laatste Nieuws í Belgíu, segir að báðir aðilar séu samþykkir nýjum samningi sem gildir til 2021 og að hann verði undirritaðir á næstu dögum.

Núverandi samningur Mignolet rennur út árið 2018 en þrátt fyrir að Belginn hafi verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína hefur Jürgen Klopp, stjóri liðsins, sagt að hann sé ekki að leita að nýjum markverði.

Sjá einnig: Mignolet fékk á sig skrautlegt mark í sigri Liverpool

Meðal þeirra markvarða sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru Jack Butland hjá Stoke og Marc-Andre ter Stegen hjá Barcelona.

M‌ignolet er 27 ára og kom til Liverpool frá Sunderland árið 2013 eftir þriggja ára dvöl þar.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Fullyrt ađ Mignolet skrifi undir nýjan fimm ára samning
Fara efst