Innlent

Fullur ökumaður í stórsvigi niður Kambana

Ökumaður, sem lögregla tók úr umferð í gærkvöldi, reyndist svo ofurölvi, að hann gat ekki blásið í áfengismæli lögreglunnar svo það varð að taka úr honum blóðprufu.

Ökumaður sá til ölvaða mannsins á Hellisheiði þar sem bíll hans rambaði kantanna á milli og var því hvað eftir annað á röngum vegarhelmingi. Hann hringdi á Neyðarlínuna, sem tilkynnti Selfosslögreglunni um ökulagið og fór hún til móts við manninn og stöðvaði hann fyrir neðan Kambana.

Mildi þykir að ekki fór verr, því talsverð umferð var um Suðurlandsveginn þegar þetta gerðist



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×