Fulltrúaræði eða lýðræði? 26. nóvember 2011 09:00 Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli, aftarlega, augljóslega aukaatriði, þar sem átti að veita almenningi heimild til að knýja fram annars vegar borgarafund og hins vegar íbúakosningu um málefni sveitarfélagsins. Fjölmargir annmarkar voru á þessum tillögum. Þar má nefna að í tillögurnar vantaði ýmislegt sem dýpka mætti lýðræðið hérlendis, t.d. ákvæði um lýðræðisleg ákvarðanatökuferli sem almenningur getur tekið þátt í, heimildir fyrir slembivali, lýðræðisvæðingu stofnana og margt fleira. Af því sem var að finna í tillögunum er tvennt sem kallaði á betrumbætur. Annars vegar að 20% kjósenda þyrfti til að kalla fram íbúakosningu, en reynslan bendir til þess að þar sem hlutfallið er hærra en 15% séu slík réttindi orðin tóm. Hins vegar að niðurstöður kosninga ættu að vera ráðgefandi en ekki bindandi en rannsóknir sýna að almenningur missir fljótt trúna á ráðgefandi ferli. Æðsti valdhafinn í lýðræðisríki er almenningur. Af einhverjum ástæðum virðast þingmenn og aðrir fulltrúar almennings ekki átta sig á þessu og líta á sjálfa sig sem aðal. Síðastliðið vor sendi Lýðræðisfélagið Alda fjölmargar athugasemdir til samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarpsins en fékk ekki einu sinni skilaboð um að þær hefðu verið mótteknar. Þannig er það nefnilega með þingnefndir að þær funda bak við luktar dyr, halda ekki fundargerðir og svara ekki efnislega innsendum erindum. Það er víst ekki hægt að ræða opinber málefni opinberlega, fulltrúarnir þurfa að fá að gera það í friði fyrir almenningi. Meðal athugasemda frá Öldu var að kosningar og borgarafundir skyldu teljast bindandi, að bæta þyrfti við ákvæðum um lýðræðisleg ákvörðunartökuferli, til viðbótar við kosningar og borgarafundi. Einnig að heimila þurfi slembival í nefndir og sveitarstjórnir og að færa ætti kaflann um lýðræðislegan rétt almennings fremst í frumvarpið. Lýðræðisleg ákvarðanataka almennings er grundvöllur, ekki aukaatriði. Nýlega var svo frumvarpið samþykkt á Alþingi en með nokkrum breytingum frá upphaflegu tillögunni. Ætla mætti að þingið hefði áttað sig á mistökum sínum og tekið tillit til athugasemda Öldu. En eins og innanríkisráðherra segir frá á vefsíðu sinni var raunin ekki sú heldur sendi Samband íslenskra sveitarfélaga inn erindi á síðustu stundu sem kæfði þetta litla lýðræðisfræ frumvarpsins. Í stað þess að það þurfi 20% kjósenda til að kalla fram íbúakosningu getur sveitarstjórn ákveðið að það þurfi 33% undirskrifta. Svona eftir hentugleika að því er virðist. Einnig verður óheimilt að kalla fram kosningu um fjárhagsáætlun sveitarfélags eins og það séu einkamál fulltrúanna og almenningi ekki treystandi fyrir þeim. Allar breytingar sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins voru með öðrum orðum til þess fallnar að draga úr þeirri takmörkuðu lýðræðisvæðingu sem þó fólst í þeim. Þetta kemur að vísu ekkert á óvart, enda fulltrúarnir að fjalla um takmarkanir á þeirra eigin völdum, um sína eigin hagsmuni. Í Bresku Kólumbíu höfðu fulltrúarnir, stjórnmálamennirnir og flokkarnir, vit á því að færa ákvörðun um breytingar á kosningalöggjöfinni til slembivalsþings borgara. Enda höfðu flokkarnir beina hagsmuni af því hvernig kosningakerfið var uppbyggt. Sú tilraun heppnaðist vel og var það samdóma álit allra hlutaðeigandi að vinna slembivalsþingsins hafi verið til fyrirmyndar. Hérlendis reyndum við okkar eigin tilraun með Stjórnlagaráði sem skilaði af sér vönduðum tillögum, sérstaklega í ljósi þess alltof stutta tíma sem því var skammtaður. Þær tillögur liggja nú hjá þinginu og hafa margir áhyggjur af því að dregið verði úr þeirri fremur hófsömu lýðræðisvæðingu sem í tillögum Stjórnlagaráðs er að finna. Enda eru það beinir hagsmunir fulltrúaræðisins, flokksræðisins, að viðhalda sem mestum völdum hjá sjálfu sér. Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fram fjölmargar tillögur að breytingum sem miða að auknu lýðræði og byggja á vel heppnuðum tilraunum í öðrum löndum. Félagið krefst þess að fulltrúar almennings taki nú þegar til óspilltra málanna við að lýðræðisvæða samfélagsgerð okkar. Við eigum það öll skilið. Upplýsingar um tillögur Öldu er að finna á alda.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli, aftarlega, augljóslega aukaatriði, þar sem átti að veita almenningi heimild til að knýja fram annars vegar borgarafund og hins vegar íbúakosningu um málefni sveitarfélagsins. Fjölmargir annmarkar voru á þessum tillögum. Þar má nefna að í tillögurnar vantaði ýmislegt sem dýpka mætti lýðræðið hérlendis, t.d. ákvæði um lýðræðisleg ákvarðanatökuferli sem almenningur getur tekið þátt í, heimildir fyrir slembivali, lýðræðisvæðingu stofnana og margt fleira. Af því sem var að finna í tillögunum er tvennt sem kallaði á betrumbætur. Annars vegar að 20% kjósenda þyrfti til að kalla fram íbúakosningu, en reynslan bendir til þess að þar sem hlutfallið er hærra en 15% séu slík réttindi orðin tóm. Hins vegar að niðurstöður kosninga ættu að vera ráðgefandi en ekki bindandi en rannsóknir sýna að almenningur missir fljótt trúna á ráðgefandi ferli. Æðsti valdhafinn í lýðræðisríki er almenningur. Af einhverjum ástæðum virðast þingmenn og aðrir fulltrúar almennings ekki átta sig á þessu og líta á sjálfa sig sem aðal. Síðastliðið vor sendi Lýðræðisfélagið Alda fjölmargar athugasemdir til samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarpsins en fékk ekki einu sinni skilaboð um að þær hefðu verið mótteknar. Þannig er það nefnilega með þingnefndir að þær funda bak við luktar dyr, halda ekki fundargerðir og svara ekki efnislega innsendum erindum. Það er víst ekki hægt að ræða opinber málefni opinberlega, fulltrúarnir þurfa að fá að gera það í friði fyrir almenningi. Meðal athugasemda frá Öldu var að kosningar og borgarafundir skyldu teljast bindandi, að bæta þyrfti við ákvæðum um lýðræðisleg ákvörðunartökuferli, til viðbótar við kosningar og borgarafundi. Einnig að heimila þurfi slembival í nefndir og sveitarstjórnir og að færa ætti kaflann um lýðræðislegan rétt almennings fremst í frumvarpið. Lýðræðisleg ákvarðanataka almennings er grundvöllur, ekki aukaatriði. Nýlega var svo frumvarpið samþykkt á Alþingi en með nokkrum breytingum frá upphaflegu tillögunni. Ætla mætti að þingið hefði áttað sig á mistökum sínum og tekið tillit til athugasemda Öldu. En eins og innanríkisráðherra segir frá á vefsíðu sinni var raunin ekki sú heldur sendi Samband íslenskra sveitarfélaga inn erindi á síðustu stundu sem kæfði þetta litla lýðræðisfræ frumvarpsins. Í stað þess að það þurfi 20% kjósenda til að kalla fram íbúakosningu getur sveitarstjórn ákveðið að það þurfi 33% undirskrifta. Svona eftir hentugleika að því er virðist. Einnig verður óheimilt að kalla fram kosningu um fjárhagsáætlun sveitarfélags eins og það séu einkamál fulltrúanna og almenningi ekki treystandi fyrir þeim. Allar breytingar sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins voru með öðrum orðum til þess fallnar að draga úr þeirri takmörkuðu lýðræðisvæðingu sem þó fólst í þeim. Þetta kemur að vísu ekkert á óvart, enda fulltrúarnir að fjalla um takmarkanir á þeirra eigin völdum, um sína eigin hagsmuni. Í Bresku Kólumbíu höfðu fulltrúarnir, stjórnmálamennirnir og flokkarnir, vit á því að færa ákvörðun um breytingar á kosningalöggjöfinni til slembivalsþings borgara. Enda höfðu flokkarnir beina hagsmuni af því hvernig kosningakerfið var uppbyggt. Sú tilraun heppnaðist vel og var það samdóma álit allra hlutaðeigandi að vinna slembivalsþingsins hafi verið til fyrirmyndar. Hérlendis reyndum við okkar eigin tilraun með Stjórnlagaráði sem skilaði af sér vönduðum tillögum, sérstaklega í ljósi þess alltof stutta tíma sem því var skammtaður. Þær tillögur liggja nú hjá þinginu og hafa margir áhyggjur af því að dregið verði úr þeirri fremur hófsömu lýðræðisvæðingu sem í tillögum Stjórnlagaráðs er að finna. Enda eru það beinir hagsmunir fulltrúaræðisins, flokksræðisins, að viðhalda sem mestum völdum hjá sjálfu sér. Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fram fjölmargar tillögur að breytingum sem miða að auknu lýðræði og byggja á vel heppnuðum tilraunum í öðrum löndum. Félagið krefst þess að fulltrúar almennings taki nú þegar til óspilltra málanna við að lýðræðisvæða samfélagsgerð okkar. Við eigum það öll skilið. Upplýsingar um tillögur Öldu er að finna á alda.is.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun