Innlent

Fulltrúar allra flokka ræða virkjanamálið í beinni útsendingu

Formaður atvinnuveganefndar leggur til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki verði færðir í nýtingarflokk.
Formaður atvinnuveganefndar leggur til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki verði færðir í nýtingarflokk. Vísir/GVA
Eins og fjallað hefur verið um á Vísi í dag sauð upp úr á Alþingi í morgun þegar upplýst var að formaður atvinnuveganefndar legði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna segir þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30 og rætt við fulltrúa allra flokka í beinni útsendingu frá Alþingi, í þættinum Íslandi í dag, strax að loknum fréttum kl.18.55.


Tengdar fréttir

Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana

Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×