Innlent

Frumvarp um kjararáð samþykkt

Heimir Már Pétursson skrifar
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um kjararáð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í morgun.
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um kjararáð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í morgun. Vísir/Eyþór
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um kjararáð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í morgun, en 60 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þrír voru fjarstaddir.

Breytingatillaga við frumvarpið frá Pírötum var felld með 35 atkvæðum gegn fjótán, ellefu þingmenn sátu hjá og þrír voru fjarstaddir.

Tillaga Pírata gekk út á að þeir sem sitja í kjararáði skuli hafa menntun eða reynslu við hæfi og að ráðsmenn skyldu birta hagsmunaskráningu sína opinberlega og með aðgengilegum hætti. Þá ætti kjararáð að birta fundargerðir sínar opinberlega.

Með frumvarpinu er þeim sem heyra undir ákvarðanir kjararáðs fækkað og kveðið nánar en áður á um að ráðið skuli færa rök fyrir ákvörðunum sínum, sem skuli teknar minnst einu sinni á ári til að koma í veg fyrir stórt sökk í kjörum æðstu embættismanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×