Viðskipti innlent

Frumkvöðlasetur, þokusetur og norðurljósasetur á Austurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Erling Ó. Aðalsteinsson á Ljósmyndastofu Erlings
Ellefu verkefni hlutu nýverið styrk úr Vaxtarsamningi Austurlands að samtals upphæð 8,3 milljónum króna. Alls bárust 22 umsóknir um styrki upp á tæpar 54 milljónir króna.

Verkefnið Viðarmagns- og markaðsúttekt vegna afurðarmiðstöðvar fyrir skógarafurðir, fékk eina milljón og fimm hundruð þúsund krónur í styrk.

Þrjú verkefni hlutu milljón króna styrk. Meet the locals, Aukin vöruþróun og uppbygging dreifikerfis staðbundinna vara og Gulrófusnakk.

Frumkvöðlasetur Djúpavogs fékk 900 þúsund króna styrk.

Innleiðing Vakans, gæða- og umhverfiskerfi fékk 600 þúsund króna styrk.

Fjögur verkefni fengu hálfrar milljón króna styrk. Þokusetur Íslands, Skógarhögg með stórvirkri vinnuvél, Lífsstílsstuðningur fyrir þátttakendur í offitumeðferð og Norðurljósasetur Fáskrúðsfirði.

Þar að auki fékk sýningin Inside Volcanoes and the geology of Eastern Iceland þrú hundruð þúsund króna styrk.

Vaxtarsamningur Austurlands er samningur milli Austurbrúar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem styður við þau verkefni sem falla undir markmið hans.

Meginhugmynd í vaxtarsamningum er samstarf í svokölluðum klösum, þar sem leitast er við að efla samvinnu fyrirtækja og stofnana á ákveðnum sviðum sem á einhvern hátt geta unnið saman og nýtt styrkleika hvers annars, jafnvel þótt fyrirtækin séu að öðru leyti í samkeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×