Frosti segir ómögulegt að eiginkona ráðherra hefði getað hagnast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 19:43 „Mér fannst þessi grein byggja á einhverjum misskilningi,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við Vísi. Greinin sem um ræðir er pistill Jóhannesar Benediktssonar á Stundinni þar sem því er velt upp að félög á Tortóla hafi hagnast á breyttu skattaundanþágu sem samþykkt var undir lok síðasta árs. Lögin voru samþykkt í byrjun nóvember á síðasta ári og fela í sér undanþágu gömlu viðskiptabankanna og sparisjóðanna frá skattskyldu og greiðslu afdráttarskatts af vöxtum sem greiddir eru úr landi. Undanþágan byggir á þeirri forsendu að við greiðslu stöðugleikaframlagsins sæti eignir þeirra ekki lengur fjármagnshöftum . „Þarna var ekki verið að afnema skattskyldu heldur aðeins afdráttarskattinn,“ segir Frosti. „Fyrirtækin, sem áttu að halda utan um skuldabréfaútgáfur föllnu bankanna til kröfuhafanna, sem nema þúsundum, vildu ekki taka bréfin til skráningar ef að á þeim hvíldi afdráttarskattur. Þau sögðu að verkefnið yrði þá illframkvæmanlegt.“ Ástæðan fyrir því var sú að erfitt hefði verið að vita hjá hverjum það ætti að halda skattinum eftir og mismiklum þá eftir því í hvaða ríki kröfuhafinn greiðir sína skatta. „Málið var kynnt vel fyrir okkur í efnahags- og viðskiptanefnd og við sáum fyrir okkur að með meiri kostnaði við skuldabréfaútgáfuna þá myndi minna renna í ríkissjóð. Því var þessi leið farin.“Gullgerðarlist ef almennir kröfuhafa hagnast Í áðurnefndum pistli á Stundinni er rýnt í ræður þingmanna þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu. Þar kemur meðal annars fram að þessi undanþága kemur þeim best sem eiga félög í skattaskjólum á borð við Tortóla. Þar eru ræður nokkurra þingmanna raktar, meðal annars ræða frá Frosta. Í einni þeirra sagði Frosti að „[sér væri] ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið [væri] meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega.“ Anna Stella Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er eigandi félags sem skráð er á Tortóla og er ýjað að því í niðurlagi greinarinnar að þau hjón hafi mögulega verið þau einu sem græddu á málinu. Frosti segir það alrangt og í raun fráleitt. „Það er þannig með skattlagningu á fjármagnstekjur að þú verður að hafa einhvern hagnað svo það sé mögulegt. Það er ekki hægt að skattleggja tap,“ segir Frosti. Hann segir enn fremur að ómögulegt hafi verið fyrir eiginkonu ráðherrans að hagnast með því að framselja kröfu sína. „Það hefði þá verið einhver gullgerðarlist sem ég skil ekki. Það er ómögulegt þar sem hún er í svo djúpu tapi sem almennur kröfuhafi. Aðilarnir sem keyptu kröfur skömmu eftir hrun á fimm prósentum af nafnvirði og seldu svo fyrir fimmfalt hærra verð, þeir hagnast. En það er algerlega ómögulegt fyrir hana þar sem hún átti eign sína fyrir fall bankanna,“ segir Frosti að lokum. Tengdar fréttir Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
„Mér fannst þessi grein byggja á einhverjum misskilningi,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við Vísi. Greinin sem um ræðir er pistill Jóhannesar Benediktssonar á Stundinni þar sem því er velt upp að félög á Tortóla hafi hagnast á breyttu skattaundanþágu sem samþykkt var undir lok síðasta árs. Lögin voru samþykkt í byrjun nóvember á síðasta ári og fela í sér undanþágu gömlu viðskiptabankanna og sparisjóðanna frá skattskyldu og greiðslu afdráttarskatts af vöxtum sem greiddir eru úr landi. Undanþágan byggir á þeirri forsendu að við greiðslu stöðugleikaframlagsins sæti eignir þeirra ekki lengur fjármagnshöftum . „Þarna var ekki verið að afnema skattskyldu heldur aðeins afdráttarskattinn,“ segir Frosti. „Fyrirtækin, sem áttu að halda utan um skuldabréfaútgáfur föllnu bankanna til kröfuhafanna, sem nema þúsundum, vildu ekki taka bréfin til skráningar ef að á þeim hvíldi afdráttarskattur. Þau sögðu að verkefnið yrði þá illframkvæmanlegt.“ Ástæðan fyrir því var sú að erfitt hefði verið að vita hjá hverjum það ætti að halda skattinum eftir og mismiklum þá eftir því í hvaða ríki kröfuhafinn greiðir sína skatta. „Málið var kynnt vel fyrir okkur í efnahags- og viðskiptanefnd og við sáum fyrir okkur að með meiri kostnaði við skuldabréfaútgáfuna þá myndi minna renna í ríkissjóð. Því var þessi leið farin.“Gullgerðarlist ef almennir kröfuhafa hagnast Í áðurnefndum pistli á Stundinni er rýnt í ræður þingmanna þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu. Þar kemur meðal annars fram að þessi undanþága kemur þeim best sem eiga félög í skattaskjólum á borð við Tortóla. Þar eru ræður nokkurra þingmanna raktar, meðal annars ræða frá Frosta. Í einni þeirra sagði Frosti að „[sér væri] ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið [væri] meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega.“ Anna Stella Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er eigandi félags sem skráð er á Tortóla og er ýjað að því í niðurlagi greinarinnar að þau hjón hafi mögulega verið þau einu sem græddu á málinu. Frosti segir það alrangt og í raun fráleitt. „Það er þannig með skattlagningu á fjármagnstekjur að þú verður að hafa einhvern hagnað svo það sé mögulegt. Það er ekki hægt að skattleggja tap,“ segir Frosti. Hann segir enn fremur að ómögulegt hafi verið fyrir eiginkonu ráðherrans að hagnast með því að framselja kröfu sína. „Það hefði þá verið einhver gullgerðarlist sem ég skil ekki. Það er ómögulegt þar sem hún er í svo djúpu tapi sem almennur kröfuhafi. Aðilarnir sem keyptu kröfur skömmu eftir hrun á fimm prósentum af nafnvirði og seldu svo fyrir fimmfalt hærra verð, þeir hagnast. En það er algerlega ómögulegt fyrir hana þar sem hún átti eign sína fyrir fall bankanna,“ segir Frosti að lokum.
Tengdar fréttir Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02