Frosti segir ómögulegt að eiginkona ráðherra hefði getað hagnast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 19:43 „Mér fannst þessi grein byggja á einhverjum misskilningi,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við Vísi. Greinin sem um ræðir er pistill Jóhannesar Benediktssonar á Stundinni þar sem því er velt upp að félög á Tortóla hafi hagnast á breyttu skattaundanþágu sem samþykkt var undir lok síðasta árs. Lögin voru samþykkt í byrjun nóvember á síðasta ári og fela í sér undanþágu gömlu viðskiptabankanna og sparisjóðanna frá skattskyldu og greiðslu afdráttarskatts af vöxtum sem greiddir eru úr landi. Undanþágan byggir á þeirri forsendu að við greiðslu stöðugleikaframlagsins sæti eignir þeirra ekki lengur fjármagnshöftum . „Þarna var ekki verið að afnema skattskyldu heldur aðeins afdráttarskattinn,“ segir Frosti. „Fyrirtækin, sem áttu að halda utan um skuldabréfaútgáfur föllnu bankanna til kröfuhafanna, sem nema þúsundum, vildu ekki taka bréfin til skráningar ef að á þeim hvíldi afdráttarskattur. Þau sögðu að verkefnið yrði þá illframkvæmanlegt.“ Ástæðan fyrir því var sú að erfitt hefði verið að vita hjá hverjum það ætti að halda skattinum eftir og mismiklum þá eftir því í hvaða ríki kröfuhafinn greiðir sína skatta. „Málið var kynnt vel fyrir okkur í efnahags- og viðskiptanefnd og við sáum fyrir okkur að með meiri kostnaði við skuldabréfaútgáfuna þá myndi minna renna í ríkissjóð. Því var þessi leið farin.“Gullgerðarlist ef almennir kröfuhafa hagnast Í áðurnefndum pistli á Stundinni er rýnt í ræður þingmanna þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu. Þar kemur meðal annars fram að þessi undanþága kemur þeim best sem eiga félög í skattaskjólum á borð við Tortóla. Þar eru ræður nokkurra þingmanna raktar, meðal annars ræða frá Frosta. Í einni þeirra sagði Frosti að „[sér væri] ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið [væri] meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega.“ Anna Stella Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er eigandi félags sem skráð er á Tortóla og er ýjað að því í niðurlagi greinarinnar að þau hjón hafi mögulega verið þau einu sem græddu á málinu. Frosti segir það alrangt og í raun fráleitt. „Það er þannig með skattlagningu á fjármagnstekjur að þú verður að hafa einhvern hagnað svo það sé mögulegt. Það er ekki hægt að skattleggja tap,“ segir Frosti. Hann segir enn fremur að ómögulegt hafi verið fyrir eiginkonu ráðherrans að hagnast með því að framselja kröfu sína. „Það hefði þá verið einhver gullgerðarlist sem ég skil ekki. Það er ómögulegt þar sem hún er í svo djúpu tapi sem almennur kröfuhafi. Aðilarnir sem keyptu kröfur skömmu eftir hrun á fimm prósentum af nafnvirði og seldu svo fyrir fimmfalt hærra verð, þeir hagnast. En það er algerlega ómögulegt fyrir hana þar sem hún átti eign sína fyrir fall bankanna,“ segir Frosti að lokum. Tengdar fréttir Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
„Mér fannst þessi grein byggja á einhverjum misskilningi,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við Vísi. Greinin sem um ræðir er pistill Jóhannesar Benediktssonar á Stundinni þar sem því er velt upp að félög á Tortóla hafi hagnast á breyttu skattaundanþágu sem samþykkt var undir lok síðasta árs. Lögin voru samþykkt í byrjun nóvember á síðasta ári og fela í sér undanþágu gömlu viðskiptabankanna og sparisjóðanna frá skattskyldu og greiðslu afdráttarskatts af vöxtum sem greiddir eru úr landi. Undanþágan byggir á þeirri forsendu að við greiðslu stöðugleikaframlagsins sæti eignir þeirra ekki lengur fjármagnshöftum . „Þarna var ekki verið að afnema skattskyldu heldur aðeins afdráttarskattinn,“ segir Frosti. „Fyrirtækin, sem áttu að halda utan um skuldabréfaútgáfur föllnu bankanna til kröfuhafanna, sem nema þúsundum, vildu ekki taka bréfin til skráningar ef að á þeim hvíldi afdráttarskattur. Þau sögðu að verkefnið yrði þá illframkvæmanlegt.“ Ástæðan fyrir því var sú að erfitt hefði verið að vita hjá hverjum það ætti að halda skattinum eftir og mismiklum þá eftir því í hvaða ríki kröfuhafinn greiðir sína skatta. „Málið var kynnt vel fyrir okkur í efnahags- og viðskiptanefnd og við sáum fyrir okkur að með meiri kostnaði við skuldabréfaútgáfuna þá myndi minna renna í ríkissjóð. Því var þessi leið farin.“Gullgerðarlist ef almennir kröfuhafa hagnast Í áðurnefndum pistli á Stundinni er rýnt í ræður þingmanna þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu. Þar kemur meðal annars fram að þessi undanþága kemur þeim best sem eiga félög í skattaskjólum á borð við Tortóla. Þar eru ræður nokkurra þingmanna raktar, meðal annars ræða frá Frosta. Í einni þeirra sagði Frosti að „[sér væri] ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið [væri] meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega.“ Anna Stella Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er eigandi félags sem skráð er á Tortóla og er ýjað að því í niðurlagi greinarinnar að þau hjón hafi mögulega verið þau einu sem græddu á málinu. Frosti segir það alrangt og í raun fráleitt. „Það er þannig með skattlagningu á fjármagnstekjur að þú verður að hafa einhvern hagnað svo það sé mögulegt. Það er ekki hægt að skattleggja tap,“ segir Frosti. Hann segir enn fremur að ómögulegt hafi verið fyrir eiginkonu ráðherrans að hagnast með því að framselja kröfu sína. „Það hefði þá verið einhver gullgerðarlist sem ég skil ekki. Það er ómögulegt þar sem hún er í svo djúpu tapi sem almennur kröfuhafi. Aðilarnir sem keyptu kröfur skömmu eftir hrun á fimm prósentum af nafnvirði og seldu svo fyrir fimmfalt hærra verð, þeir hagnast. En það er algerlega ómögulegt fyrir hana þar sem hún átti eign sína fyrir fall bankanna,“ segir Frosti að lokum.
Tengdar fréttir Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02