Frosti segir ómögulegt að eiginkona ráðherra hefði getað hagnast Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 19:43 „Mér fannst þessi grein byggja á einhverjum misskilningi,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við Vísi. Greinin sem um ræðir er pistill Jóhannesar Benediktssonar á Stundinni þar sem því er velt upp að félög á Tortóla hafi hagnast á breyttu skattaundanþágu sem samþykkt var undir lok síðasta árs. Lögin voru samþykkt í byrjun nóvember á síðasta ári og fela í sér undanþágu gömlu viðskiptabankanna og sparisjóðanna frá skattskyldu og greiðslu afdráttarskatts af vöxtum sem greiddir eru úr landi. Undanþágan byggir á þeirri forsendu að við greiðslu stöðugleikaframlagsins sæti eignir þeirra ekki lengur fjármagnshöftum . „Þarna var ekki verið að afnema skattskyldu heldur aðeins afdráttarskattinn,“ segir Frosti. „Fyrirtækin, sem áttu að halda utan um skuldabréfaútgáfur föllnu bankanna til kröfuhafanna, sem nema þúsundum, vildu ekki taka bréfin til skráningar ef að á þeim hvíldi afdráttarskattur. Þau sögðu að verkefnið yrði þá illframkvæmanlegt.“ Ástæðan fyrir því var sú að erfitt hefði verið að vita hjá hverjum það ætti að halda skattinum eftir og mismiklum þá eftir því í hvaða ríki kröfuhafinn greiðir sína skatta. „Málið var kynnt vel fyrir okkur í efnahags- og viðskiptanefnd og við sáum fyrir okkur að með meiri kostnaði við skuldabréfaútgáfuna þá myndi minna renna í ríkissjóð. Því var þessi leið farin.“Gullgerðarlist ef almennir kröfuhafa hagnast Í áðurnefndum pistli á Stundinni er rýnt í ræður þingmanna þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu. Þar kemur meðal annars fram að þessi undanþága kemur þeim best sem eiga félög í skattaskjólum á borð við Tortóla. Þar eru ræður nokkurra þingmanna raktar, meðal annars ræða frá Frosta. Í einni þeirra sagði Frosti að „[sér væri] ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið [væri] meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega.“ Anna Stella Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er eigandi félags sem skráð er á Tortóla og er ýjað að því í niðurlagi greinarinnar að þau hjón hafi mögulega verið þau einu sem græddu á málinu. Frosti segir það alrangt og í raun fráleitt. „Það er þannig með skattlagningu á fjármagnstekjur að þú verður að hafa einhvern hagnað svo það sé mögulegt. Það er ekki hægt að skattleggja tap,“ segir Frosti. Hann segir enn fremur að ómögulegt hafi verið fyrir eiginkonu ráðherrans að hagnast með því að framselja kröfu sína. „Það hefði þá verið einhver gullgerðarlist sem ég skil ekki. Það er ómögulegt þar sem hún er í svo djúpu tapi sem almennur kröfuhafi. Aðilarnir sem keyptu kröfur skömmu eftir hrun á fimm prósentum af nafnvirði og seldu svo fyrir fimmfalt hærra verð, þeir hagnast. En það er algerlega ómögulegt fyrir hana þar sem hún átti eign sína fyrir fall bankanna,“ segir Frosti að lokum. Tengdar fréttir Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Mér fannst þessi grein byggja á einhverjum misskilningi,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við Vísi. Greinin sem um ræðir er pistill Jóhannesar Benediktssonar á Stundinni þar sem því er velt upp að félög á Tortóla hafi hagnast á breyttu skattaundanþágu sem samþykkt var undir lok síðasta árs. Lögin voru samþykkt í byrjun nóvember á síðasta ári og fela í sér undanþágu gömlu viðskiptabankanna og sparisjóðanna frá skattskyldu og greiðslu afdráttarskatts af vöxtum sem greiddir eru úr landi. Undanþágan byggir á þeirri forsendu að við greiðslu stöðugleikaframlagsins sæti eignir þeirra ekki lengur fjármagnshöftum . „Þarna var ekki verið að afnema skattskyldu heldur aðeins afdráttarskattinn,“ segir Frosti. „Fyrirtækin, sem áttu að halda utan um skuldabréfaútgáfur föllnu bankanna til kröfuhafanna, sem nema þúsundum, vildu ekki taka bréfin til skráningar ef að á þeim hvíldi afdráttarskattur. Þau sögðu að verkefnið yrði þá illframkvæmanlegt.“ Ástæðan fyrir því var sú að erfitt hefði verið að vita hjá hverjum það ætti að halda skattinum eftir og mismiklum þá eftir því í hvaða ríki kröfuhafinn greiðir sína skatta. „Málið var kynnt vel fyrir okkur í efnahags- og viðskiptanefnd og við sáum fyrir okkur að með meiri kostnaði við skuldabréfaútgáfuna þá myndi minna renna í ríkissjóð. Því var þessi leið farin.“Gullgerðarlist ef almennir kröfuhafa hagnast Í áðurnefndum pistli á Stundinni er rýnt í ræður þingmanna þegar frumvarpið var til meðferðar í þinginu. Þar kemur meðal annars fram að þessi undanþága kemur þeim best sem eiga félög í skattaskjólum á borð við Tortóla. Þar eru ræður nokkurra þingmanna raktar, meðal annars ræða frá Frosta. Í einni þeirra sagði Frosti að „[sér væri] ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið [væri] meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega.“ Anna Stella Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er eigandi félags sem skráð er á Tortóla og er ýjað að því í niðurlagi greinarinnar að þau hjón hafi mögulega verið þau einu sem græddu á málinu. Frosti segir það alrangt og í raun fráleitt. „Það er þannig með skattlagningu á fjármagnstekjur að þú verður að hafa einhvern hagnað svo það sé mögulegt. Það er ekki hægt að skattleggja tap,“ segir Frosti. Hann segir enn fremur að ómögulegt hafi verið fyrir eiginkonu ráðherrans að hagnast með því að framselja kröfu sína. „Það hefði þá verið einhver gullgerðarlist sem ég skil ekki. Það er ómögulegt þar sem hún er í svo djúpu tapi sem almennur kröfuhafi. Aðilarnir sem keyptu kröfur skömmu eftir hrun á fimm prósentum af nafnvirði og seldu svo fyrir fimmfalt hærra verð, þeir hagnast. En það er algerlega ómögulegt fyrir hana þar sem hún átti eign sína fyrir fall bankanna,“ segir Frosti að lokum.
Tengdar fréttir Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31 Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25 Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Uppnefndir „þingmenn lágkúrunnar:“ Kölluðu eftir svörum frá Sigmundi Davíð vegna aflandsfélagsins Kallað var eftir því á Alþingi í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín og hagsmunatengsl í ljósi þess að eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna. 18. mars 2016 16:31
Sigmundur Davíð segir að kona sín sé ekki hrægammur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, birti rétt í þessu færslu á vefsíðu sinni þar sem hann gerir að umtalsefni fréttaflutning af fjármálum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu hans, en mikið hefur verið fjallað um aflandsfélag hennar á Bresku Jómfrúareyjunum síðustu daga. 18. mars 2016 11:25
Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Samkvæmt reglum frá árinu 2010 er íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. 17. mars 2016 18:02