Frjókornaofnæmi eykst hjá ungu fólki 29. júní 2011 19:37 Frjókornaofnæmi er að aukast hjá yngra fólki hér á landi. Um þriðjungur tvítugra ungmenna er með ofnæmi. Frjókorn eru heldur seinni á ferðinni í ár en síðustu ár eftir kalt vor. Nú virðast grasfrjóin hins vegar vera farin að gera vart við sig. Finna margir fyrir þeim á hlýjum og þurrum dögum eins og í dag. Einkennin eru oft kláði í augum og nefi svo og nefrennsli. Björn Árdal, barna- og ofnæmislæknir, segir að síðustu tíu dagana hafi grasfrjóum tekið að fjölga. Þau fara svo vaxandi á næstunni og ná hámarki í kringum mánaðarmótin júlí ágúst. Björn segir ofnæmislyf og fyrirbyggjandi steraúða vera til fyrir þá sem eru illa haldnir. Björn er einn þeirra lækna sem staðið hefur að umfangsmikilli rannsókn á ofnæmi hjá ungum Íslendingum. Hópi barna sem fæddist 1987 hefur verið fylgt reglulega eftir frá 18 mánaða aldri og ofnæmi hjá þeim mælt. Aðeins hefur ein önnur sambærileg rannsókn verið gerð í heiminum. Nýjar niðurstöður verða birtar í erlendum tímaritum á næstunni en þær þykja sláandi. Þar sést að mikil aukning hefur orðið á ofnæmi hjá yngra fólki miðað við það eldra. Hópur barnanna var síðast skoðaður þegar þau voru 21 árs en þá mældist um þriðjungur þeirra með frjókornaofnæmi. Börnin hafi þó verið mis næm. Þetta sé afskaplega há tala en svipaðar tölur hafa sést hjá nágrannaþjónum okkar. Björn segir sambærilegar tölur ekki til fyrir eldri aldurshópa. Ljóst sé að munurinn á milli eldri aldurshópa og yngri sé mjög mikill, allt upp í helming. Björn segir skýringar á þessu aukna ofnæmi ekki vera á reiðum höndum. Kenningar séu um að of mikið hreinlæti hafi sitt að segja. Það er að börn í dag alist upp í alltof hreinu umhverfi og fái ekki nægilegt áreiti. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Frjókornaofnæmi er að aukast hjá yngra fólki hér á landi. Um þriðjungur tvítugra ungmenna er með ofnæmi. Frjókorn eru heldur seinni á ferðinni í ár en síðustu ár eftir kalt vor. Nú virðast grasfrjóin hins vegar vera farin að gera vart við sig. Finna margir fyrir þeim á hlýjum og þurrum dögum eins og í dag. Einkennin eru oft kláði í augum og nefi svo og nefrennsli. Björn Árdal, barna- og ofnæmislæknir, segir að síðustu tíu dagana hafi grasfrjóum tekið að fjölga. Þau fara svo vaxandi á næstunni og ná hámarki í kringum mánaðarmótin júlí ágúst. Björn segir ofnæmislyf og fyrirbyggjandi steraúða vera til fyrir þá sem eru illa haldnir. Björn er einn þeirra lækna sem staðið hefur að umfangsmikilli rannsókn á ofnæmi hjá ungum Íslendingum. Hópi barna sem fæddist 1987 hefur verið fylgt reglulega eftir frá 18 mánaða aldri og ofnæmi hjá þeim mælt. Aðeins hefur ein önnur sambærileg rannsókn verið gerð í heiminum. Nýjar niðurstöður verða birtar í erlendum tímaritum á næstunni en þær þykja sláandi. Þar sést að mikil aukning hefur orðið á ofnæmi hjá yngra fólki miðað við það eldra. Hópur barnanna var síðast skoðaður þegar þau voru 21 árs en þá mældist um þriðjungur þeirra með frjókornaofnæmi. Börnin hafi þó verið mis næm. Þetta sé afskaplega há tala en svipaðar tölur hafa sést hjá nágrannaþjónum okkar. Björn segir sambærilegar tölur ekki til fyrir eldri aldurshópa. Ljóst sé að munurinn á milli eldri aldurshópa og yngri sé mjög mikill, allt upp í helming. Björn segir skýringar á þessu aukna ofnæmi ekki vera á reiðum höndum. Kenningar séu um að of mikið hreinlæti hafi sitt að segja. Það er að börn í dag alist upp í alltof hreinu umhverfi og fái ekki nægilegt áreiti.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira