Fríverslun við Kína hefst í dag Össur Skarphéðinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun