Innlent

Fríhöfnin dýrari en Bónus

Erla Hlynsdóttir skrifar
Vörukarfa með sælgæti og hreinlætisvörum er ellefu prósentum ódýrari í Bónus en í Fríhöfninni. Þrátt fyrir þetta eru vörur í Fríhöfninni undanskildar virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum.

Meðvitaðir neytendur hafa orðið varir við að það er ekkert endilega ódýrara að versla í Fríhöfninni en í hefðbundnum verslunum þar sem virðisaukaskattur leggst ofan á vöruverð. Vefritið Andríki gerði á dögunum verðkönnun þar sem borið var saman verð í Fríhöfninni og Bónus, og fór fréttastofa í verslunarleiðangur í dag.

Eitt kíló af Nóa konfekt er 10% ódýrari í Bónus en fjögurhundruð grömm í Fríhöfninni.



Always ultra næturbindi eru 50% ódýrari í Bónus. Gillette Venus rakvél reyndist 17% ódýrari í Bónus. 300 grömm af Síríus konsúmi eru fimm prósentum dýrari í Bónus en helmingi minna magn í Fríhöfninni. Síríus rjómasúkkulaði með rís er 8% ódýrara í Fríhöfninni. Sambó þristur er 11% ódýrari í Fríhöfninni. Þá er Nóa páskaegg nr 5, 3% ódýrari í Bónus.

Hálfur lítri af Colgate munnskoli er 10 prósentum ódýrari í bónus en helmingi minna magn í Fríhöfninni. Gillette Fusion Power rakblöð eru 17% ódýrari í Bónus, Gillette Fusion Manual rakblöð eru 13% ódýrari í Bónus og svo eru Romm- og kókos kúlur 5% ódýrari í Bónus.

Virðisaukaskattur á sælgæti er sjö prósent, en á hreinlætisvörum er hann 25,5 prósent.

Karfan kostar því rúmlega þrettán þúsund krónur í Fríhöfninni en tæplega tólf þúsund í Bónus. Munurinn er ellefu prósent, en í Bónuskörfunni fáum við aukalega 700 grömm af súkkulaði og 250 millilítra af munnskoli.

Sjá nánar í meðfylgjandi myndskeiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×