Friðurinn slitinn ef ekki verður þjóðaratkvæðagreiðsla Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2014 15:33 Formaður Já-Ísland segir ekkert svigrúm til málalenginga eða útúrsnúninga varðandi loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB vísir/stefán Formaður Já-Ísland segir að ef stjórnvöld verði ekki við ákalli þjóðarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið sé búið að slíta friðinn í samfélaginu. Fleiri hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að falla frá slitum aðildarviðræðna við Evrópusambandið og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna en kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði allra flokka í síðustu Alþingiskosningum í fyrra vor, 50.454 atkvæði. Undiraskriftarsöfnun Já-Ísland um að stjórnvöld falli frá því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna hefur staðið yfir í um þrjár vikur.Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, segir undirskriftirnar nú þegar orðnar fleiri en nokkur stjórnmálaflokkur fékk í kosningunum síðasta vor. Hann segir enga málamiðlun felast í hugmyndum Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra um að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þær hugmyndir eru algerlega út í hött. Algerlega ótækar og snúast ekkert um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda. Þannig að það er algerlega ótækt,“ segir Jón Steindór. Söfnun undirskrifta haldi eitthvað áfram en hann reiknar með að þær verði afhentar eftir viku eða tíu daga, þegar rannsóknarfyrirtæki hefur kannað undirskriftirnar með úrtaki. Nokkur hundruð undirskriftir til viðbótar skipti ekki öllu máli þegar fjöldinn sé orðinn þetta mikill. Jón Steindór segir enga málamiðlun felast í þjóðaratkvæði um aðrar tillögur eða láta málið sofna í utanríkismálanefnd. „Þetta er mjög skýrt. Það er ekkert svigrúm til neinna málalenginga eða útúrsnúninga í því. Annað hvort svara menn þessu ákalli eða ekki og ef menn gera það ekki eru menn búnir að slíta friðinn í þessu samfélagi,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Formaður Já-Ísland segir að ef stjórnvöld verði ekki við ákalli þjóðarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið sé búið að slíta friðinn í samfélaginu. Fleiri hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að falla frá slitum aðildarviðræðna við Evrópusambandið og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna en kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði allra flokka í síðustu Alþingiskosningum í fyrra vor, 50.454 atkvæði. Undiraskriftarsöfnun Já-Ísland um að stjórnvöld falli frá því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna hefur staðið yfir í um þrjár vikur.Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, segir undirskriftirnar nú þegar orðnar fleiri en nokkur stjórnmálaflokkur fékk í kosningunum síðasta vor. Hann segir enga málamiðlun felast í hugmyndum Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra um að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þær hugmyndir eru algerlega út í hött. Algerlega ótækar og snúast ekkert um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda. Þannig að það er algerlega ótækt,“ segir Jón Steindór. Söfnun undirskrifta haldi eitthvað áfram en hann reiknar með að þær verði afhentar eftir viku eða tíu daga, þegar rannsóknarfyrirtæki hefur kannað undirskriftirnar með úrtaki. Nokkur hundruð undirskriftir til viðbótar skipti ekki öllu máli þegar fjöldinn sé orðinn þetta mikill. Jón Steindór segir enga málamiðlun felast í þjóðaratkvæði um aðrar tillögur eða láta málið sofna í utanríkismálanefnd. „Þetta er mjög skýrt. Það er ekkert svigrúm til neinna málalenginga eða útúrsnúninga í því. Annað hvort svara menn þessu ákalli eða ekki og ef menn gera það ekki eru menn búnir að slíta friðinn í þessu samfélagi,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira