SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Friđrik Ragnarsson nýr formađur hjá Njarđvíkingum

 
Körfubolti
23:06 13. MARS 2017
Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarđvíkur.Efri röđ frá vinstri: Páll Kristinsson, Friđrik Ragnarsson formađur, Jakob Hermannsson, Jón Björn Ólafsson. Neđri röđ frá vinstri: Emma Hanna Einarsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir.
Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarđvíkur.Efri röđ frá vinstri: Páll Kristinsson, Friđrik Ragnarsson formađur, Jakob Hermannsson, Jón Björn Ólafsson. Neđri röđ frá vinstri: Emma Hanna Einarsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir. MYND/HEIMASÍĐA NJARĐVÍKUR

Friðrik Pétur Ragnarsson var kjörinn nýr formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á fjölmennum aðalfundi í Ljónagryfjunni í kvöld.

Róbert Þór Guðnason hættir sem formaður en hann tók við af Gunnari Örlygssyni á miðju tímabili. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Njarðvíkur.

Páll Kristinsson var síðan skipaður varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.

Jón Björn Ólafsson, aðalmaðurinn á bak við körfuboltavefinn karfan.is, kemur nú nýr inn í stjórnina en Jón Björn er ekki lengur í forystuhlutverki á karfan.is. Jón Björn er nýr ritari stjórnarinnar.

Friðrik Ragnarsson er fyrrum leikmaður og þjálfari Njarðvíkurliðsins en hann hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með félaginu þar af tvisvar sinnum sem þjálfari.

Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur lítur þannig út:

Formaður: Friðrik Pétur Ragnarsson
Varaformaður: Páll Kristinsson
Gjaldkeri: Sigurbjörg Jónsdóttir
Ritari: Jón Björn Ólafsson
Meðstjórnandi: Emma Hanna Einarsdóttir
Meðstjórnandi: Helga Jónsdóttir
Meðstjórnandi: Jakob Hermannsson

Varastjórn:
Skúli Björgvin Sigurðsson
Berglind Kristjánsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Haukur Einarsson


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Friđrik Ragnarsson nýr formađur hjá Njarđvíkingum
Fara efst