Körfubolti

Friðrik Ingi tekinn við Keflavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Friðrik Ingi handsalar samninginn við Ingva Hákonarson, formann körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Friðrik Ingi handsalar samninginn við Ingva Hákonarson, formann körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. mynd/keflavík
Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta.

Hjörtur Harðarson og Sigurður Ingimundarson hafa verið með liðið í vetur en Sigurður hefur þó verið talsvert fjarverandi vegna veikinda.

Hjörtur mun aðstoða Friðrik Inga ásamt Gunnari Einarssyni.

Friðrik Ingi er einn reyndasti og farsælasti þjálfari landsins og hefur víða komið við. Hann var síðast þjálfari hjá Njarðvík. Með þessu skrefi lokar Friðrik Ingi Suðurnesjahringnum þar sem hann hefur einnig þjálfað lið Grindavíkur.

Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Keflavíkur:

Breytingar hafa verið gerðar á þjálfarahópi Keflavíkur.

Fyrr í kvöld var Friðrik Ingi Rúnarsson ráðinn sem aðalþjálfari Keflavíkur en hann mun vinna með Hirti og Gunna sem verða áfram í þjálfarateymi liðsins. Hjörtur mun áfram þjálfa unglingaflokk liðsins.

Friðrik hefur samiið til tveggja ára og trúir stjórn Keflavíkur að reynsla hans og þekking komi til með að styrkja liðsheildina til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×