Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? 19. maí 2011 11:00 Fleiri tónlistarnemar utan af landi munu nú geta stundað námið með það að markmiði að gera tónlistina að atvinnu. fréttablaðið/vilhelm Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira