Lífið

Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margrét Erla Maack.
Margrét Erla Maack. Vísir/Anton
Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni. Myndir af strákum og stelpum berum að ofan streyma inn á Twitter þar sem þess er krafist að konur geti verið berar að ofan á myndum líkt og karlar. Það þurfi ekki að vera tilraun til að vera kynþokkafullur.

Margrét Erla, sem meðal annars gegndi hlutverki dómara í Gettur betur í vetur, birti myndina að neðan í færslu á Instagram.

„Mér finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum eins og mér sýnist,“ skrifar Margrét Erla en myndin er úr sýningu Sirkuss Íslands, Skinnsemi. Myndina tók ljósmyndarinn Jeaneen Lund.

Uppfært: Instagram fjarlægði myndina hennar Margrétar sem birti hana jafnharðan á Twitter.

Fjölmargir taka þátt í því sem mætti helst lýsa sem byltingu á Twitter undir merkinu #FreeTheNipple. Innlegg í umræðuna má sjá hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×