Erlent

Frans páfi gagnrýnir fjölmiðla

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frans páfi.
Frans páfi. Vísir/Getty
Frans páfi hefur gagnrýnt fjölmiðla fyrir að miðla misvísandi upplýsingum. Hann segir að fjölmiðlar geti verið mikill skaðvaldur með því að deila upplýsingum sem ekki séu sannar. BBC greinir frá.

Ummæli páfans eru innlegg hans í umræðuna um svokallaðar „gervifréttir“ sem hefur átt sér stað víðsvegar á vesturlöndum eftir bandarísku forsetakosningarnar. Þar voru samfélagsmiðlar harðlega gagnrýndir fyrir dreifingu sína á fréttum sem ekki áttu við rök að styðjast og sögðu ekki frá raunverulegum staðreyndum.

Páfinn sjálfur varð meðal annars fórnarlamb slíkra gervifrétta þegar sagt var frá því að hann hefði opinberlega stutt Donald Trump.

Þá sagði páfinn að fjölmiðlar nútímans væru of gjarnir á að leita uppi og segja frá hneykslisfréttum til þess að svala forvitni fólks fyrir slíkum fréttum. Fjölmiðlar ættu frekar að reyna að segja frá öllum sannleikanum heldur en hluta þeirra.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×