Framsóknarflokkurinn mælist stærstur Hugrún Halldórsdóttir skrifar 15. mars 2013 17:09 Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira