Framsóknarflokkurinn mælist stærstur Hugrún Halldórsdóttir skrifar 15. mars 2013 17:09 Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ynni afgerandi sigur í þingkosningum ef kosið yrði nú og hefði nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Flokkurinn nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með rúmlega níu prósenta fylgi og bætir við sig núll komma þremur prósentustigum frá fyrri könnun sem gerð var fyrir hálfum mánuði. Framsóknarflokkurinn er tvímælalaust hástökkvarinn, bætir við sig rúmu fimm og hálfu prósenti, mælist nú með tæplega þrjátíu og tveggja prósenta fylgi og er þar með orðinn stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var stærstur í síðustu könnun, er nú næststærstur, missir rúmt eitt og hálft prósent milli kannanna og mælist fylgi hans nú rúmlega tuttugu og sjö og hálft prósent. Samfylkingin er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins, mælist með tæp fjórtán prósent og bætir því um einu prósentustigi við sig milli kannanna. Fylgi Vinstri Grænna hrynur. Flokkurinn mælist nú með rúmlega sjö prósenta fylgi en var með tólf prósent í síðustu könnun. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra tíu og hálft prósent.Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Björt Framtíð sex þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Framsókn tuttugu og þrjá, Sjálfstæðisflokkurinn nítján, Samfylkingin tíu og vinstri Græn fimm. Framsóknarflokkurinn hefði þannig nánast öll tromp á hendi við stjórnarmyndun og gæti til dæmis myndað nýja ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum með fjörutíu og tveggja þingmanna meirihluta. Þá gæti hann fært sig til vinstri og myndað stjórn ásamt Samfylkingunni og Bjartri framtíð með þrjátíu og níu þingmanna meirihluta. Framsókn gæti þó endað úti í kuldanum og gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Björt Framtíð til dæmis myndað stjórn með þrjátíu og fimm þingmanna meirihluta. Þetta er auðvitað einungis dæmi um mynstur því fleiri eru í stöðunni samkvæmt þessum niðurstöðum. Úrtakið í könnuninni var 1.295 manns, en hringt var þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. mars og fimmtudaginn 14. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 59,9 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira